“Eignaskiptayfirlýsingar fyrir allar gerðir fjöleignahúsa”

Hvað er eignaskiptayfirlýsing?

Eignaskiptayfirlýsing er samningur á milli eigenda í fjöleignahúsi sem liggur til grundvallar fyrir rekstur húsfélaga. Hún segir til um hversu mikið eigendur greiða í sameiginlegum viðhalds- og rekstrarkostnaði fyrir húsið, og ákvarðar hlutfallsskiptingu fyrir hita og rafmagn. Í henni er einnig skilgreint hvernig rými hússins skiptast í séreign, sameign og sérafnotafleti.

Nánari upplýsingar um eignaskiptayfirlýsingar má nálgast hér

Þarf að gera eignaskiptayfirlýsingu?

Ef þú býrð eða ert með starfsemi í húsi þar sem eigendur eru tveir eða fleiri - og engin eignaskiptayfirlýsing er til fyrir húsið - þá er svarið oftast já. Samkvæmt íslenskum lögum (lög nr. 26/1994) þurfa öll fjöleignahús að vera með þinglýsta eignaskiptayfirlýsingu.

Þú gætir einnig þurft að láta gera breytingu á eignaskiptayfirlýsingu ef hún endurspeglar ekki raunverulegt ástand eða eignarhald í húsinu, t.d. vegna sölu eignarhluta á milli eigenda.

Áritun byggingarfulltrúa

Áður en hægt er að þinglýsa eignaskiptayfirlýsingu þarf hún að vera staðfest af byggingarfulltrúa. Þetta er gert til þess að eignaskiptayfirlýsing sé í samræmi við samþykktar aðalteikningar, skráningartöflur og þær samrýmist ákvæðum laga.

Undirritun og þinglýsing

Hefðbundna eignaskiptayfirlýsingu skal undirrita af meirihluta eigenda, nema þegar eignarhlutar eru sex eða fleiri, þá má stjórn húsfélagsins undirrita hana fyrir hönd eigenda. Allir eigendur í fjöleignahúsi verða þó að undirrita eignaskiptayfirlýsingar í ákveðnum tilvikum.

Skv. lögum skal láta þinglýsa eignaskiptayfirlýsingum. Með þinglýsingu skjalsins er það tryggt að önnur skjöl hjá sýslumanni, t.d. kaupsamningar og afsöl, komist einnig í gegn í þinglýsingu.

Next
Next

Skráningartöflur