“Skráningartöflur fyrir eignaskiptayfirlýsingar”
Hvað eru skráningartöflur?
Skráningartöflur hafa að geyma nákvæmar upplýsingar um stærðir og skiptingu rýma innan matshluta í fjöleignarhúsi og eru grundvöllur útreikninga á hlutfallstölum fyrir hús, lóð, rafmagn og hita.
Skráningartöflur eru gerðar á grundvelli fyrirliggjandi aðaluppdrátta, sniðmynda , afstöðumynda og mæliblaða fyrir viðkomandi hús og lóðir.
Hvenær þarf að láta gera skráningartöflu?
Skráningartöflur þurfa að fylgja með eignaskiptayfirlýsingum þegar þeim er skilað inn til byggingarfulltrúa. Þær eru síðan notaðar sem fylgigagn við yfirferð hennar og í þinglýsingu.
Einnig þarf að skila inn skráningartöflu þegar sótt er um byggingarleyfi, bæði á teikningu og á stöðluðu rafrænu formi.